Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 07. maí 2024 10:33
Fótbolti.net
Fótbolti.net bikarinn kominn til að vera - Dregið á morgun
Bikarkeppni neðri deilda
Víðir vann úrslitaleik á Laugardalsvelli.
Víðir vann úrslitaleik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net bikarinn, bikarkeppni neðri deilda karla, sló rækilega í gegn í fyrra en þá var keppnin haldin í fyrsta sinn.

Lið í 2., 3. og 4. deild tóku þátt en Víðir í Garði stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa lagt KFG í spennandi úrslitaleik á Laugardalsvelli sem Stöð 2 Sport sýndi í beinni.

Keppnin er frábær viðbót í fótboltasumarið og er komin til að vera. Fótbolti.net hefur gert samkomulag við KSÍ um að halda keppni áfram.

Líkt og í fyrra verður fjallað vel um keppnina hér á Fótbolta.net með umfjöllunum, viðtölum, sérfræðingum og hlaðvarpsþáttum. Auk þess verður keppnin áberandi á samfélagsmiðlum og úrslitaleiknum gert hátt undir höfði.

32-liða úrslit keppninnar verða leikin í júní, 16-liða úrslit fara fram í júlí, 8-liða úrslit í ágúst og undanúrslit og úrslit í september. Úrslitaleikurinn verður svo leikinn á Laugardalsvelli.

Í hádeginu á morgun verður dregið í 32-liða úrslit keppninnar og verður að sjálfsögðu fylgst með honum í beinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner