Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 07. maí 2024 09:30
Innkastið
Sterkasta lið 5. umferðar - Magnús Arnar og Gylfi saman á miðjunni
Gylfi skoraði tvö mörk gegn Breiðabliki.
Gylfi skoraði tvö mörk gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Baldvin skoraði gegn ÍA.
Guðmundur Baldvin skoraði gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ástbjörn Þórðarson var maður leiksins gegn Vestra.
Ástbjörn Þórðarson var maður leiksins gegn Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gylfi Þór Sigurðsson er í þriðja sinn í liði umferðarinnar. Hann átti þrumufleyg sem bjó til fyrsta mark Vals og skoraði næstu tvö mörk liðsins í 3-2 útisigri gegn Breiðabliki í stórleik 5. umferðar.

Nauðsynlegur sigur Vals en Birkir Már Sævarsson er einnig í úrvalsliðinu. Vindurinn fór illa með þá nokkra í liði Blika.

Við hlið Gylfa á miðjunni í úrvalsliðinu er hinn átján ára gamli Magnús Arnar Pétursson sem skoraði og átti í heildina ákaflega öflugan leik fyrir HK sem vann feikilega óvæntan 3-1 sigur gegn Víkingi í Kórnum. Magnús er leikmaður umferðarinnar.

HK á fleiri fulltrúa í úrvalsliðinu, þar er Arnþór Ari Atlason og Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari umferðarinnar.



Fimleikafélagið heldur áfram að gera góða hluti. Það vann Vestra 3-2 þar sem Ástbjörn Þórðarson var valinn maður leiksins og Sigurður Bjartur Hallsson skoraði tvö. Vestri á einnig fulltrúa í úrvalsliðinu, Andri Rúnar Bjarnason skoraði bæði mörk Djúpmanna.

Ólafur Íshólm Ólafsson átti frábæra markvörslu og kom í veg fyrir að Fylkir næði að jafna gegn Fram. Þeir bláu unnu 2-1 sigur þar sem Haraldur Einar Ásgrímsson skoraði virkilega flott mark.

Stjarnan var í stuði og vann ÍA 4-1. Guðmundur Baldvin Nökkvason og Emil Atlason skoruðu í leiknum og eru í úrvalsliðinu. Emil varð markakóngur deildarinnar í fyrra og er loks kominn á blað eftir erfiða byrjun á þessu tímabili.

Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 15 7 4 4 27 - 24 +3 25
5.    ÍA 15 7 3 5 33 - 21 +12 24
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner