Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 07. maí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
„Ummæli Fernandes voru tekin úr samhengi“
Mynd: Getty Images
Hollenski stjórinn Erik ten Hag segir að ummæli Bruno Fernandes um framtíð hans hjá Manchester United hafi verið tekin úr samhengi og að hann sé ánægður hjá félaginu.

Fernandes talaði við DAZN á dögunum en þar vildi hann ekki útiloka þann möguleika að yfirgefa United í sumar.

Ten Hag var spurður út í þessi ummæli fyrir leikinn gegn Crystal Palace og sagði þau tekin úr samhengi.

„Ummæli hans voru tekin úr samhengi. Hann lifir fyrir Manchester United og er ánægður að vera hér. Bruno er alvöru baráttuhundur og er alltaf klár í slaginn, missir ekki af leik og spilar alltaf vel. Hann elskar að vera hér,“ sagði Ten Hag.

Hollendingurinn sagði þetta auðvitað fyrir leikinn en Bruno var frá vegna meiðsla í 4-0 tapinu gegn Crystal Palace í gær vegna meiðsla og var það í fyrsta sinn á ferlinum sem það gerist með félagsliði.
Athugasemdir
banner
banner