Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 07. maí 2024 10:56
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
Gummi Ben: Mín tilfinning að þessu sé lokið milli KA og Viðars
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær var rætt um sóknarmanninn Viðar Örn Kjartansson sem var skilinn eftir utan hóps þegar KA gerði 1-1 jafntefli við KR á sunnudaginn.

Guðmundur Benediktsson segir að Viðar hafi skrópað á æfingu en áður hafa verið sögur um að Viðar sé ekki að mæta vel á æfingar liðsins.

„Það er mín tilfinning, að þessu sé lokið milli KA og Viðars," segir Guðmundur í þættinum.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var spurður út í fjarveru Viðars eftir leikinn gegn KR.

„Hann var ekki í hóp, eins og fleiri. Viðar kemur ekki í besta standi í heimi, við vitum það og hann er búinn að spila aðeins. Hann er bara að vinna í sínum málum og við vitum öll að þegar hann kemst í gott stand, að þá er hann frábær leikmaður. Ef hann æfir vel og stendur sig vel í vikunni að þá er aldrei að vita nema að hann verði í hóp næst,'' sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik.

Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að þetta líti ekki vel út varðandi Viðar enda hafi verið gerðar miklar væntingar til hans.

„Hann kemur heim, skorar ekki á vellinum og maður heyrir sögur utan vallar og það er margt í gangi. Ég held að það sé erfitt að glíma við þetta," segir Baldur.

Viðar, sem er 34 ára og á langan atvinnumannaferil að baki auk þess að hafa spilað 31 landsleik fyrir Ísland, kom af bekknum í fyrstu fjórum deildarleikjum KA og spilaði einn byrjunarliðsleik í bikarnum. Hann hefur ekki náð að skora.


Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir