Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 26. febrúar 2022 23:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Er leikmaður HK en vill auðvitað spila í efstu deild
Lengjudeildin
Það eru ekki margir betri en hann á Íslandi.
Það eru ekki margir betri en hann á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tvær hliðar á þessu, auðvitað er maður ósáttur að vera ekki í efstu deild en ef ég spila með HK þá mun ég leggja mig allan fram því HK hefur gert það mikið fyrir mig
Það eru tvær hliðar á þessu, auðvitað er maður ósáttur að vera ekki í efstu deild en ef ég spila með HK þá mun ég leggja mig allan fram því HK hefur gert það mikið fyrir mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef það er verið að ræða þetta í kringum mann þá hugsar maður um þetta en annars lítið
Ef það er verið að ræða þetta í kringum mann þá hugsar maður um þetta en annars lítið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 árs landsliðsmaðurinn Valgeir Valgeirsson er leikmaður HK sem féll úr efstu deild í fyrra. Í vetur hefur hann verið orðaður í burtu frá uppeldisfélagi sínu, toppliðin í Bestu deildinni hafa sýnt því áhuga að fá hann í sínar raðir.

Staða Valgeirs er þekkt staða á Íslandi. Hann verður samningslaus eftir tímabilið og eftir tæpa tvo mánuði mega önnur lið ræða við hann og bjóða honum samning sem tæki gildi eftir tímabilið.

Valgeir verður tvítugur seinna á árinu og hefur hann oftast spilað sem hægri kantmaður en getur leyst fleiri stöður á vellinum. Fótbolti.net ræddi bæði við Frosta Reyr Rúnarsson, formann knattspyrnudeildar HK, og Valgeir sjálfan og forvitnaðist út í stöðu mála.

„Valgeir er leikmaður HK. Við höfum ekki rætt við hann um nýjan samning þessa stundina, það verður bara að koma í ljós hvort að af því verði," sagði Frosti.

Hvernig er fyrir HK að vera í þessari stöðu?

„Það er öfundsverð staða fyrir öll félög að vera með Valgeir í sínu liði. Það eru ekki margir betri en hann á Íslandi. Þetta er þekkt staða að leikmenn séu á lokaári samnings."

Hafa einhver félög heyrt í ykkur og spurst fyrir um Valgeir í þessum mánuði?

„Nei. Ég held að félagið og Valgeir séu sammála um að hann muni spila með liðinu í sumar og allir eru hressir með það," sagði Frosti í gær.

Auðvitað vill maður spila í efstu deild
„Það er mjög erfitt að segja ef ég á að segja satt. Ég er mjög ánægður að spila með HK, legg mig allan fram og geri allt 100% fyrir HK í Lengjudeildinni. Það væri samt skrítið ef maður væri ekki með það sem markmið að spila í efstu deild, auðvitað vill maður það. Það eru tvær hliðar á þessu, auðvitað er maður ósáttur að vera ekki í efstu deild en ef ég spila með HK þá mun ég leggja mig allan fram því HK hefur gert það mikið fyrir mig," sagði Valgeir aðspurður hvort hann yrði svekktur að vera leikmaður í Lengjudeildinni í sumar.

Hvernig standa mál með nýjan samning? „Það er ekki búið að vera það mikið í umræðunni milli mín og HK að undanförnu."

Það hefur verið í umræðunni að HK sé að óska eftir hárri greiðslu ef það eigi að selja þig til annars félags. Velturu svoleiðis hlutum fyrir þér?

„Nei, ég pæli ekki mikið í þessu en hef svo sem alveg hugsað um það. Ef það er verið að ræða þetta í kringum mann þá hugsar maður um þetta en annars lítið."

„Ég vil einbeita mér að fótboltanum og læt umboðsmanninn og fjölskylduna um þessi mál."


Valgeir sagðist aðspurður um mögulegan áhuga erlendis frá ekki hafa heyrt neitt um slíkt. „Það eina sem ég hef heyrt er frá Íslandi frá félögum sem hefur verið fjallað um í fjölmiðlum."

Truflar þessi staða, að vera á lokaári samnings, þig eitthvað?

„Þetta truflar mig ekkert þannig, maður hugsar út í þetta þegar HK er að bjóða samning og svona. Maður tekur bara fundi með umboðsmanni og fer yfir hlutina. Eftir þá fundi þá pælir maður ekkert meira í því og einbeitir sér bara að fótboltanum."

Valgeir spilaði fremstur á miðju gegn Þrótti Vogum í Lengjubikarnum í gær. Hann skoraði eitt mark í öruggum sigri.

„Það er ekki ákveðið að ég spili þar í sumar. Ég hef líka spilað á kantinum á undirbúningstímabilinu. Ég spilaði í þessari stöðu í yngri flokkunum og kann vel við mig á miðsvæðinu," sagði Valgeir.
Athugasemdir
banner
banner