
Jóhann Berg Guðmundsson segir það hafa hjálpað íslenska landsliðinu að hafa náð marki snemma í 7-0 sigrinum gegn Liechtenstein.
„Við náðum að skora fullt af mörkum sem hjálpar markatölunni líka. Það er gott að ná í þrjú stig eftir frammistöðuna í síðasta leik, við vitum að við vorum ekki nægilega góðir í þeim leik. Stundum gerist þetta í fótbolta," segir Jói Berg.
„Við náðum að skora fullt af mörkum sem hjálpar markatölunni líka. Það er gott að ná í þrjú stig eftir frammistöðuna í síðasta leik, við vitum að við vorum ekki nægilega góðir í þeim leik. Stundum gerist þetta í fótbolta," segir Jói Berg.
Lestu um leikinn: Liechtenstein 0 - 7 Ísland
Aron Einar Gunnarsson skoraði þrennu í dag en Jóhann þekkir það sjálfur að skora þrennur fyrir landsliðið. Glæsileg þrenna hans gegn Sviss mun ekki gleymast.
„Mín er miklu betri en hans, það er nokkuð ljóst!" segir Jóhann kíminn. „Það er auðvitað geggjað fyrir hann að skora þrennu í landsleik. Það eru ekki margir sem ná að skora þrennu fyrir landsliðið."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Jóhann Berg meðal annars um sumargluggann og gott gengi Burnley.
Athugasemdir