Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 26. maí 2020 23:00
Brynjar Ingi Erluson
„Braithwaite getur látið ljós sitt skína hjá Barcelona"
Martin Braithwaite gekk í raðir Barcelona í febrúar
Martin Braithwaite gekk í raðir Barcelona í febrúar
Mynd: Getty Images
Það ráku margir upp stór augu er spænska félagið Barcelona festi kaup á danska framherjanum Martin Braithwaite frá Leganes í febrúar en hann var keyptur á 18 milljónir evra. Michael Pedersen, fyrrum þjálfari hans hjá Esbjerg, segir að þetta hafi þó ekki komið honum neitt sérstaklega á óvart.

Barcelona var í vandræðum með framherjastöðuna í febrúar og nýtti sér reglugerð hjá spænsku deildinni. Vegna meiðslavandræða mátti félagið fá framherja inn þó svo félagaskiptaglugginn hafi verið lokaður.

Börsungar keyptu Braithwaite frá Leganes en hann var eini bitinn sem var í boði fyrir félagið. Hann hefur spilað þrjá leiki fyrir Barcelona en ekki tekist að skora enn.

„Við höfum ekki séð Martin spila mikið fyrir Barcelona vegna kórónaveirunnar en hann hentar liðinu miklu meira en fólk heldur í raun og veru," sagði Pedersen, sem þjálfaði hann frá 2009 til 2013 er hann var á mála hjá Esbjerg.

„Hann hefur þann eiginleika að geta spilað mörk leikkerfi og hann er með ótrúlega góða sýn og sér fyrir hluti. Þetta er mjög sterkur eiginleiki þar sem hann sér möguleika sem aðrir leikmenn sjá ekki. Hann getur skapað pláss fyrir aðra leikmenn sem er mjög sjaldgjæft."

„Hann tímasetur hlaupin sín ótrúlega vel og sér hættulegu svæðin í sókninni áður en sóknin byrjar. Góðir leikmenn hlaupa í hættusvæðin um leið og þeir sjá þau en bestu leikmennirnir eru þegar búnir að finna þau og bíða eftir rétta augnablikinu sem skilar bestu niðurstöðunum. Þetta eru fótboltagáfur og Martin býr yfir þeim eiginleika. Það er ástæðan fyrir að hann spilar fyrir Barcelona

„Það er ástæðan fyrir því að ég bíð spenntur eftir því að horfa á hann spila fyrir Barcelona þegar deildin fer aftur af stað því þegar hann er með þessa leikmenn í kringum sig þá er góður möguleiki á því að hann geti sýnt hæfileika sína á stærsta sviðinu,"
sagði Pedersen í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner