Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 26. maí 2022 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjörtur og félagar einu marki undir fyrir seinni leikinn
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson spilaði allan tímann er Pisa tapaði fyrir Monza í umspili í ítölsku B-deildinni í kvöld.

Þessi tvö lið eru í úrslitaeinvígi um það að komast í ítölsku úrvalsdeildina. Fyrri leikurinn fór fram í kvöld og var spilaður á heimavelli Monza.

Heimamenn tóku forystuna eftir níu mínútna leik og voru 1-0 yfir í hálfleik. Þeir bættu svo við marki þegar stundarfjórðungur var eftir. Ekki var útlitið gott fyrir Hjört og félaga en þeir náðu að laga stöðuna í uppbótartíma.

Markið sem Pisa skoraði gæti gert mikið fyrir liðið í seinni leiknum á sunnudag er þeir fara á sinn heimavöll. Þeir þurfa núna að vinna upp eins marks mun.

Hjörtur er ekki í íslenska landsliðshópnum sem spilar fjóra leiki í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner