Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   fös 26. maí 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kounde: Ég ætla ekki að fara frá Barcelona
Mynd: EPA
Jules Kounde, varnarmaður Barcelona, segist ekki vera að íhuga það að yfirgefa félagið í sumar.

Spænskir miðlar greindu frá því á dögunum að Kounde væri ósáttur við stöðu sína hjá félaginu.

Xavi Hernandez, þjálfari Börsunga, þvertók fyrir það og sagði hann ánægðan hjá félaginu og hefur Kounde sjálfur staðfest það.

„Bara svo það sé á 100 prósent hreinu þá bað ég aldrei um að fara frá félaginu og ég er ekki að fara neitt,“ sagði Kounde.

Frakkinn kom til Barcelona frá Sevilla á síðasta ári en hann hefur spilað 38 leiki í öllum keppnum á þessu tímabili og komið að sjö mörkum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner