Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 26. júlí 2021 11:18
Elvar Geir Magnússon
Annar dómarinn til að fá 10 í einkunn
Helgi Mikael Jónasson.
Helgi Mikael Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Dómgæslan í sumar hefur á heildina litið verið afskaplega góð eins og fjallað hefur verið um í umræðuþáttum um íslenska boltann.

Þegar rennt er yfir einkunnir dómara í Pepsi Max-deild karla í sumar sést það svart á hvítu að 'þriðja liðið' hefur staðið sína vakt virkilega vel.

Einkunnin 8 er sú algengasta en tveir dómarar hafa afrekað það að fá fullt hús, 10 í einkunn.

Helgi Mikael Jónasson fékk 10 í skýrslu Fótbolta.net en Matthías Freyr Matthíasson skrifaði um leik HK og Vals í Kórnum. Áður hafði Erlendur Eiríksson fengið 10 fyrir dómgæsluna í leik Fylkis og KA.

Auk þess hefur Erlendur afrekað það tvívegis að fá 9 í einkunn.

Pétur Guðmundsson var hársbreidd frá því að fá fullt hús líka en hann fékk 9,5 fyrr í sumar. Hann er hinsvegar kominn á meiðslalistann og dæmir ekki meira í sumar.

Þá hafa Ívar Orri Kristjánsson, Þorvaldur Árnason og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson allir fengið 9 í sumar. Vilhálmur hefur fengið þá einkunn tvívegis.

Sjá einnig:
Dómararnir eiga skilið hrós
Athugasemdir
banner
banner