Manchester City, Arsenal og Liverpool eru öll með fullt hús eftir tvær umferðir af ensku úrvalsdeildinni. Manchester United tapaði gegn Brighton um helgina. Troy Deeney sérfræðingur BBC er búinn að velja úrvalslið vikunnar í enska.
Varnarmaður: Max Kilman (West Ham) - Minnir á ungan Rio Ferdinand og var frábær í sigri gegn Crystal Palace.
Miðjumaður: Kevin de Bruyne (Manchester City) - Einfaldlega sá besti. Hann var ótrúlegur aftur þegar City vann Ipswich 4-1. Mark og stoðsending.
Miðjumaður: Emile Smith Rowe (Fulham) - Hjá Fulham fær hann að vera aðalmaður. Skoraði fyrra mark Fulham í 2-1 sigri gegn Leicester.
Sóknarmaður: Cole Palmer (Chelsea) - Stoðsendingaþrenna og frábært mark. Ein besta 'tían' í bransanum í dag.
Sóknarmaður: Erling Haaland (Manchester City) - Hann elskar að skora mörk og gerði aftur þrennu. Orð eru óþörf.
Sóknarmaður: Joao Pedro (Brighton) - Þessi hæfileikaríki sóknarmaður skoraði sigurmarkið gegn Manchester United.
Athugasemdir