Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   þri 26. október 2021 12:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pogba í þriggja leikja bann - Spilar ekki í mánuð í deildinni
Paul Pogba er í þriggja leikja banni í ensku úrvalsdeildinni eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Liverpool á sunnudag.

Pogba missir af leikjunum gegn Tottenham, Manchester City og Watford. Næsti leikur sem Pogba má spila í deildinni er gegn Chelsea á útivelli þann 28. nóvember. Þangað til má Pogba einungis spila í Meistaradeildinni.

Pogba kom inn á sem varamaður gegn Liverpool um helgina og fékk rauða spjaldið stundarfjórðungi síðar.

Pogba hefur fengið fjögur gul spjöld á leiktíðinni sem þýðir að hann er einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann vegna gulra spjalda.


Athugasemdir
banner
banner
banner