Elís Rafn Björnsson hefur gengið til liðs við Fylki en hann kemur frá Stjörnunni og skrifar undir tveggja ára samning í Árbænum.
Elís er þrítugur en hann er uppalinn hjá Fylki og þá hefur hann einnig spilað hjá Fjölni ásamt Stjörnunni.
Hann á að baki 205 leiki í efstu deild og hefur hann skorað tíu mörk í þeim leikjum.
Hann spilaði tíu leiki með Stjörnunni á síðasta tímabili en liðið hafnaði í fimmta sæti deildarinnar.
Fylkir átti gott sumar í ár en liðið vann Lengjudeildina sannfærandi og spilar því í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá tilkynninguna frá félaginu.
Athugasemdir