Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 26. nóvember 2022 11:59
Aksentije Milisic
HM: Duke tryggði Ástralíu sigur á Túnis
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Tunisia 0 - 1 Australia
0-1 Mitchell Duke ('23 )

Fyrsta leik dagsins á HM í Katar er lokið en þar áttust við Túnis og Ástralía í gífurlega mikilvægum leik í D-riðli.


Túnis byrjaði betur fyrstu mínúturnar en fljótt tók Ástralía völdin og stjórnaði leiknum. Það var því verðskuldað þegar Mitchell Duke stangaði þá í forystu á 23. mínútu leiksins.

Markið kom eftir góða sókn en Craig Goodwin átti stoðsendinguna á Duke sem skallaði boltann fallega í fjærhornið. Túnis fékk dauðafæri undir lok fyrri hálfleiksins en skotið framhjá og staðan 1-0 fyrir Ástrala í hálfleik.

Túnis sótti í sig veðrið í síðari hálfleiknum en gekk áfram illa að skapa sér almennileg marktækifæri. Ástralir biðu og reyndu að beita skyndisóknum en þeir voru mjög þéttir í varnarleiknum.

Sex mínútum var bætt við í uppbótartíma og reyndi Túnis allt sem það gat til að jafna leikinn en það tókst ekki. Risa stór sigur staðreynd hjá Ástralíu en að margra mati var varnarmaðurinn Harry Souttar hjá ástralska liðinu maður leiksins. Hann spilar fyrir Stoke.

Ástralía er nú í öðru sæti riðilsins með þrjú stig en Túnis er í því neðsta með eitt stig. Síðar í dag mætast Frakkland og Danmörk.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner