Lífið leikur við Liverpool sem er með átta stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni. Eftir hverja umferð í deildinni setur Troy Deeney saman úrvalslið vikunnar fyrir BBC.
Markvörður: Andre Onana (Manchester United) - Fer vaxandi og átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli gegn Ipswich.
Varnarmaður: Aaron Wan-Bissaka (West Ham) - Skorað í mikilvægum 2-0 útisigri gegn Newcastle en var líka mjög traustur varnarlega.
Varnarmaður: Ben Davies (Tottenham) - Margir héldu að hann yrði veikur hlekkur tgegn Manchester City. En síður en svo. Davies var frábær í 4-0 sigri Tottenham.
Varnarmaður: Pedro Porro (Tottenham) - Mark, stoðsending og góður varnarlega. Er hægt að biðja um mikið meira?
Miðjumaður: Tomas Soucek (West Ham) - Skoraði með glæsilegum skalla gegn Newcastle. Tékkneski miðjumaðurinn átti skínandi leik á miðju West Ham.
Miðjumaður: Mikel Merino (Arsenal) - Spánverjinn finnur sig vel í enska boltanum og vinnur mikilvæga vinnu fyrir Arsenal. Liðið vann 3-0 sigur gegn Nottingham Forest á laugardaginn.
Miðjumaður: James Maddison (Tottenham) - Stjarna hans skein skært gegn City. Skoraði tvívegis og tók pílufagnið.
Sóknarmaður: Mohamed Salah (Liverpool) - Skoraði tvívegis í sigri gegn Southampton. Sá er mikilvægur.
Sóknarmaður: Matheus Cunha (Wolves) - Hann er ástæðan fyrir því að Úlfarnir munu halda sér uppi. Skoraði tvö og lagði upp eitt í 4-1 sigri gegn Fulham.
Athugasemdir