
Það er óhætt að segja að kvennalið Barcelona sé sögulega gott fótboltalið.
Börsungar eru á toppnum í spænsku úrvalsdeildinni með fullt hús stiga eftir 15 leiki. Barcelona vann öruggan 7-0 sigur gegn Levante um síðustu helgi.
Barcelona vann alla 30 deildarleiki sína á síðustu leiktíð og þar áður tapaði liðið einum leik af 34.
Árangurinn hefur verið hreint út sagt magnaður en liðið er núna búið að vinna 50 deildarleiki í röð. Barcelona er fyrsta fótboltalið sögunnar til að vinna svona marga deildarleiki í röð en þetta kemur fram hjá CNN.
Barcelona tapaði síðast deildarleik í júní 2021 er liðið missteig sig gegn Atletico Madrid. Síðan þá hefur liðið skorað 247 mörk og aðeins fengið á sig 19 mörk.
Sjá einnig:
Langbesta liðið úr leik þrátt fyrir 9-0 sigur
Athugasemdir