Liverpool rúllaði yfir Ipswich eins og búist var við, Arsenal vann nauman sigur, Nottingham Forest fékk skell gegn Bournemouth og Manchester City vann endurkomusigur gegn Chelsea. Troy Deeney er búinn að velja lið umferðarinnar fyrir BBC.
Markvörður: David Raya (Arsenal) - Ákaflega traustur í sigri Arsenal gegn Wolves. Hélt markinu hreinu.
Varnarmaður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) - Algjörlega frábær þegar Liverpool vann öruggan sigur á Ipswich.
Varnarmaður: Jarrad Branthwaite (Everton) - Gríðarlega traustur þegar Everton tengdi saman sigra og vann Brighton.
Varnarmaður: Josko Gvardiol (Manchester City) - Verður bara betri og betri með City. Skoraði í sigrinum gegn Chelsea.
Miðjumaður: Tyler Adams (Bournemouth) - Gríðarlega kraftmikill og átti tvær stoðsendingar í 5-0 sigri gegn Nottingham Forest.
Sóknarmaður: Alexander Isak (Newcastle) - Hefur verið algjörlega frábær og hættir ekki að skora. Skoraði tvö í 3-1 sigri gegn Southampton.
Athugasemdir