Heimild: BBC
Manchester United vann útisigur gegn toppliði Arsenal í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City og Aston Villa unnu hinsvegar sína leiki (gegn Wolves og Newcastle) og eru fjórum stigum á eftir Arsenal.
Varnarmaður: Ian Maatsen (Aston Villa) - Með hættulegar fyrirgjafir og hélt Harvey Barnes í skefjum.
Varnarmaður: Ola Aina (Nottingham Forest) - Varðist gríðarlega vel í 2-0 mikilvægum sigri gegn Brentford.
Varnarmaður: Marc Guehi (Manchester City) - Vissulega var þetta sigur gegn Wolves en Guehi hjálpaði City að halda hreinu í fyrsta leik sínum fyrir félagið.
Miðjumaður: Youri Tielemans (Aston Villa) - Stýrði spilinu og var besti maður vallarins gegn Newcastle.
Miðjumaður: Ibrahim Sangare (Nottingham Forest) - Algjör mótor á miðsvæðinu. Forest saknaði hans meðan hann tók þátt í Afríkukeppninni.
Kantmaður: Patrick Dorgu (Manchester United) - Sá hefur stigið upp. Markið hans í sigrinum gegn Arsenal var algjörlega magnað.
Kantmaður: Estevao Willian (Chelsea) - Ungur, spennandi leikmaður sem skoraði mark og átti stoðsendingu í 3-1 sigri gegn Crystal Palace.
Sóknarmaður: Igor Jesus (Nottingham Forest) - Leggur á sig mikla vinnu og skoraði fyrra mark Forest.
Stjórinn: Nuno Espirito Santo (West Ham) - Svakalega mikilvægur sigur gegn Sunderland færir Nuno titilinn.
Athugasemdir


