Garth Crooks sérfræðingur BBC velur úrvalslið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Tveir koma úr bikarmeistaraliði Liverpool sem hafði betur gegn Chelsea á Wembley í frábærum úrslitaleik.
Markvörður: Caoimhin Kelleher (Liverpool) - Leit út eins og Alisson á köflum þegar Liverpool vann Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins. Afar traustur varamarkvörður.
Varnarmaður: Calvin Bassey (Fulham) - Steig ekki feilspor í vörninni í sigri gegn Man Utd og skoraði svo flott mark á hinum enda vallarins líka.
Miðjumaður: Jordan Ayew (Crystal Palace) - Skoraði markið í 1-1 jafnteflinu gegn Everton í byrjun síðustu viku og fór svo fyrir liðinu í 3-0 sigri á Burnley í fyrsta leik Oliver Glasner við stjórnvölinn.
Sóknarmaður: Leon Bailey (Aston Villa) - Lærisveinn Heimis Hallgrímssonar í landsliði Jamaíku fór illa með varnarmenn Nottingham Forest.
Athugasemdir