Liverpool 5 - 1 Tottenham
0-1 Dominic Solanke ('12 )
1-1 Luis Diaz ('16 )
2-1 Alexis MacAllister ('24 )
3-1 Cody Gakpo ('34 )
4-1 Mohamed Salah ('63 )
5-1 Iyenoma Udogie ('69 , sjálfsmark)
0-1 Dominic Solanke ('12 )
1-1 Luis Diaz ('16 )
2-1 Alexis MacAllister ('24 )
3-1 Cody Gakpo ('34 )
4-1 Mohamed Salah ('63 )
5-1 Iyenoma Udogie ('69 , sjálfsmark)
Liverpool varð í dag Englandsmeistari í 20. sinn í sögu félagsins er liðið vann 5-1 sigur á Tottenham á Anfield.
Spekingar spáðu því fyrir tímabilið að fallið yrði hátt eftir að Jürgen Klopp hætti með liðið. Hollendingurinn Arne Slot tók við og sögðu allir 30 spekingar
Slot vildi afsanna þá spá og tókst heldur betur að troða sokk upp í marga.
Liverpool gat tryggt titilinn gegn Tottenham í dag og gerði það þrátt fyrir slakan kafla í byrjun leiks. Leikmenn voru eflaust með fiðrildi í maganum yfir því að geta klárað þetta heima og voru það Tottenham menn sem byrjuðu á því að skora á 12. mínútu.
Fyrrum Liverpool-maðurinn Dominic Solanke gerði það með skalla eftir hornspyrnu James Maddison.
Heimamenn voru ekki lengi að bregðast við markinu. Fjórum mínútum síðar jafnaði Luis Díaz. Mohamed Salah spilaði boltanum inn á Dominik Szoboszlai sem lagði hann síðan inn á Díaz sem setti boltann í opið markið.
Liverpool-liðið komst í gírinn. Alexis Mac Allister skoraði algert draumamark á 24. mínútu. Ryan Gravenberch var í baráttunni við teiginn áður en hann féll í grasið. Mac Allister tók við boltanum og skaut honum nánast í kyrrstöðu fyrir utan teig og efst í hægra hornið.
Þriðja markið gerði Cody Gakpo á 34. mínútu með glæsilegu skoti úr teignum eftir hornspyrnu.
Gestirnir fóru að setja aðeins meiri pressu á Liverpool-liðið á síðustu tíu mínútunum.
Mathys Tel fékk besta færið er Brennan Johnson kom með sendingu frá hægri en Ibrahima Konate var fljótur að átta sig og náði að fleygja sér í boltann og bjarga fyrir opnu marki.
Staðan 3-1 í hálfleik fyrir Liverpool og liðið aðeins 45 mínútum frá titlinum.
Heimamenn komu mjög vel stemmdir út í síðari hálfleikinn og voru mjög ógnandi.
Mohamed Salah, sem hefur verið langbesti leikmaður deildarinnar á tímabilinu, hafði ekki skorað í fjórum deildarleikjum í röð, en auðvitað fékk hann að vera með í þessu teiti.
Tæpum hálftíma fyrir leikslok keyrðu Liverpool-menn fjórir á móti fjórum varnarmönnum Tottenham. Szoboszlai leiddi sóknina og fann Salah úti hægra megin, sem keyrði inn í teiginn og hamraði boltanum síðan neðst í hægra hornið. 28. mark hans á tímabilinu og hefur hann nú komið að 46 mörkum og er aðeins einu frá því að jafna met Alan Shearer og Andy Cole.
Egyptinn fagnaði markinu með því að fá lánaðan snjallsíma úr stúkunni, tók eina sjálfu með stuðningsmönnum og skilaði síðan símanum. Þessi mynd á væntanlega eftir að ná flugi á samfélagsmiðlum næstu daga og vikur.
Tíu mínútum síðar setti Destiny Udogie boltann í eigið net eftir skot Trent Alexander-Arnold úr teignum. Mohamed Salah reyndi að koma sér fram fyrir Udogie til að pota boltanum í netið, en Ítalinn sá alfarið um það sjálfur.
Lokatölur 5-1 og Liverpool Englandsmeistari í 20. sinn þegar fjórar umferðir eru eftir.
Liverpool leiddi titilbaráttuna allt tímabilið og færðist í raun aldrei spenna í hana. Arsenal var eina liðið sem veitti þeim einhverja samkeppni, en klúðruðu mörgum tækifærum til að blanda sér almennilega inn í baráttuna.
Þessi titill þýðir að Liverpool hefur nú unnið jafn marga titla og erkifjendur þeirra í Manchester United. Sögulegt afrek hjá Liverpool og Arne Slot.
Athugasemdir