Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörður Ingi í FH (Staðfest)
Hörður Ingi Gunnarsson.
Hörður Ingi Gunnarsson.
Mynd: FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson er genginn í raðir uppeldisfélags síns, FH, frá ÍA.

Þessi félagaskipti hafa lengi verið í umræðunni, en eru núna loksins gengin í gegn þegar rúmar tvær vikur eru í að Pepsi Max-deildin hefjist. Athyglisverður tímapunktur svo ekki sé meira sagt.

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri ÍA, sagði fyrir tveimur vikum að enginn leikmaður væri á förum frá Akranesi, en það gekk ekki eftir hjá honum.

Hörður Ingi er 21 árs og er í U21-landsliðinu. Hann hefur leikið með ÍA undanfarin tvö ár, en er uppalinn hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar þar sem hann lék upp alla yngri flokka. Hann lék 21 leik í Pepsi Max-deildinni í fyrra.

Hörður er þriðji leikmaðurinn sem FH fær fyrir tímabilið. Möguleiki er á því að Emil Hallfreðsson semji líka við félagið á næstu dögum.

„FH þakkar Skagamönnum fyrir fagleg vinnubrögð og óskar þeim alls hins besta í baráttunni í sumar," segir í tilkynningu FH.

Sjá einnig:
Formaður FH: Erum með besta byrjunarlið landsins

Komnir:
Baldur Sigurðsson frá Stjörnunni
Daníel Hafsteinsson frá Helsingborg á láni
Hörður Ingi Gunnarsson frá ÍA

Farnir:
Brandur Olsen í Helsingborg
Cedric D´Ulivo
Davíð Þór Viðarsson hættur
Halldór Orri Björnsson í Stjörnuna
Kristinn Steindórsson í Breiðablik
Jakup Thomsen til HB
Vignir Jóhannesson í Stjörnuna


Athugasemdir
banner
banner