Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 27. júní 2019 18:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Riftunarverð í samningi De Ligt - PSG ekki hrifið af því
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano skrifar það í Guardian að varnarmaðurinn efnilegi Matthijs de Ligt sé búinn að ná samkomulagi við Ítalíumeistara Juventus. Þessi 19 ára gamli strákur skrifar undir samning til fimm ára og mun fá 24 milljónir evra í árslaun.

Juventus á eftir að ná samkomulagi við Ajax um félagaskiptin.

Romano segir að Paris Saint-Germain hafi ekki gefist upp, en vandræði hafa verið á milli De Ligt og PSG í viðræðum.

Samkvæmt RMC í Frakklandi þá er PSG á móti því að setja tvær klásúlur í samning De Ligt, sem hann og hans teymi eru að biðja um. Önnur klásúlan snýst um það að De Ligt megi fara ef hann nýtur sín ekki í frönsku úrvalsdeildinni. Hin snýst um 150 milljón evra riftunarverð.

Eigandi PSG er orðinn þreyttur á stórstjörnustælum og vill bara fá leikmenn sem eru 100% tilbúnir í verkefnið.

Í grein Mirror segir jafnframt að klásúlur um riftunarverð séu ekki leyfðar í Frakklandi.

Juventus er tilbúið að hafa riftunarverðið í samningi De Ligt.
Athugasemdir
banner
banner