Ullern og Sotra mættust í norsku C-deildinni í gær og voru heimamenn í Ullern 2-1 yfir þegar komið var í uppbótartíma.
Það voru 30 sekúndur eftir af uppbótartímanum og var markvörðurinn Morten Grasmo kominn í sóknina hjá Sotra.
Grasmo var svo gott sem fremsti leikmaður Sotra þegar boltinn barst inn í vítateiginn og fór hátt upp í loftið.
Markvörðurinn gerði sér lítið fyrir og ákvað að taka bakfallsspyrnu til að ná til boltans. Það gekk eins og í sögu og skoraði Gramso jöfnunarmark sem hvorki hann né liðsfélagar hans munu gleyma.
Þessa frábæru takta má sjá hér fyrir neðan.
Athugasemdir