Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 27. júlí 2021 16:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hann er alvöru leiðtogi sem á eftir að ná langt"
Arnór Gauti Jónsson
Arnór Gauti Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason var gestur í Chess After Dark í síðustu viku. Albert er fyrirliði Kórdrengja en hann er uppalinn í Fylki og þjálfari 2. flokks karla.

Á meðan hann sýndi listir sínar á taflborðinu sagði hann sögur og svaraði spurningum þáttarstjórnenda. Ein af þeim var um stöðuna á uppeldisfélaginu.

Albert er ánægður að liðið sé að byggja upp lið þar sem ungir leikmenn fá að njóta sín. Hann kom svo sérstaklega inn á Arnór Gauta Jónsson sem Fylkir keypti fyrir 13 mánuðum síðan frá Aftureldingu.

„Við fengum Arnór Gauta til að spila leik með okkur (liði 2. flokks) um daginn af því hann var í banni í meistaraflokki. Hann þekkir gæjana í liðinu ekki neitt, hefur aldrei verið í 2. flokki en hann var talandi allan leikinn og eftir leikinn sagði hann við alla að þeir ættu að hafa trú á sér. Þetta er alvöru gæi. Hann er alvöru leiðtogi sem á eftir að ná langt, bæði út af því að hann er góður í fótbolta og sterkur karakter," sagði Albert.

Arnór Gauti er nítján ára miðjumaður sem hefur spilað þrettán af fjórtán leikjum Fylkis í sumar. Á síðasta tímabili lék hann sjö leiki en hann glímdi við meiðsli stóran hluta tímabilsins.

Hann á að baki fjóra unglingalandsleiki og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Aftureldingu sumarið 2018.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Arnór Gauti Jónsson


Athugasemdir
banner
banner
banner