banner
   sun 14. júní 2020 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
Mynd: Raggi Óla
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Aron Wöhler.
Eyþór Aron Wöhler.
Mynd: Raggi Óla
Róbert Orri Þorkelsson.
Róbert Orri Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti Jónsson skrifaði í síðustu viku undir samning við Fylki eftir að hafa verið keyptur frá Aftureldingu. Arnór er varnarmaður sem lék fimm leiki með Aftureldingu sumarið 2018 og nítján leiki í 1. deildinni á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark.

Hann hefur til þessa leikið fjóra unglingalandsliðsleiki. Arnór sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Arnór Gauti Jónsson.

Gælunafn: Hef alla tíð verið kallaður Gauti. Gauts er svo sem líka smá notað.

Aldur: Nýorðinn 18 ára.

Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: í október 2017.

Uppáhalds drykkur: Vatnið og svo er grænn kristall geggjaður.

Uppáhalds matsölustaður: Xo og Local klikka ekki.

Hvernig bíl áttu: Gamlan Golf.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Er meira fyrir myndir en Last dance voru mjög góðir, 13 reasons why eru líka spennandi en Black-ish þættirnir eru bestir, fáránlega fyndnir.

Uppáhalds tónlistarmaður: Eminem er uppáhalds og Herra Hnetusmjör er líka seigur.

Fyndnasti Íslendingurinn: Ætli það sé ekki bara Steindi Jr og Pétur Jóhann.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: jarðaber, bláber og mangó eða kiwi.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Fékk einfaldlega emoji sendan.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei en ég get ekki búið út á landi og spilað þar.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Gary Martin átti góðan leik á móti mér, setti þrjú :(

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Það er erfitt að gera upp á milli en Bjarki Már Sverrisson og Júlíus Ármann Júlíusson eiga mikið í mér en ég tek mest í fararnestið frá Arnari Hallssyni, ég bætti mig mest undir honum.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Valgeir Valgeirsson, alltaf í grasinu. En hann má líka eiga það að hann hleypur endalaust.

Sætasti sigurinn: Ekkert sem stendur mest upp úr en að vinna Gróttuna 5-0 í fyrra var mjög gaman.

Mestu vonbrigðin: Fótbrotnaði síðasta desember.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri gaman að fá Jason Daða Svanþórsson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Róbert Orri Þorkelsson, hann mun koma mörgum á óvart í sumar.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Alexander Aron Davorsson er virkilega fallegur.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Eva María Smáradóttir.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Eyþór Aron Wöhler.

Uppáhalds staður á Íslandi: Alltaf best að vera heima.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Andri Freyr framherjinn í liðinu mínu fór að kúka rétt fyrir leik og leikurinn var flautaður af stað án hans. Það var frekar skemmtilegt.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Set símann á airplane mode og slekk á honum.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, NBA smá og handboltanum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Tiempo.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Hef alltaf verið frekar góður í skóla þótt ég segi sjálfur frá.

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sem poppar upp.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Myndi taka Ronaldo, Vidic og Scholes. Aðeins að kynnast Man United góðsögnunum.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Fæddist með kýli á enninu.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ólafur Ingi Skúlason. Var ekki að búast við einhverju sérstöku af honum en maðurinn er geðveikt nice og fyndinn og síðan eru helvítis gæði í honum! (afsakið orðbragðið).

Hverju laugstu síðast: Að ég væri búinn að kaupa miða á leik, ég gleymdi því. En það reddaðist síðan.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup.

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spurja Cristiano Ronaldo hvernig venjulegur dagur fer fram hjá honum, með æfingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner