Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 27. október 2020 21:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Fyrsti sigur Barnsley kom gegn tíu mönnum QPR
Valerien Ismael, stjóri Barnsley.
Valerien Ismael, stjóri Barnsley.
Mynd: Getty Images
Barnsley 3 - 0 QPR
1-0 Cauley Woodrow ('27 , víti)
2-0 Conor Chaplin ('37 )
2-1 Yoann Barbet ('64 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Robert Dickie, QPR ('26)

Fyrsta leik kvöldsins í ensku Championship-deildinni er lokið. Barnsley vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið fékk QPR í heimsókn.

Valerien Ismael var að stýra Barnsley í sínum fyrsta leik sem stjóri og var staðan ansi góð á 27. mínútu. Þá var Barnsley búið að skora úr vítaspyrnu og miðvörurinn Robert Dickie búinn að fá rautt hjá QPR. Dickie braut á Woodrow inn á vítateig sem skoraði svo úr vítaspyrnunni.

QPR hefur ekki unnið síðan í fyrstu umferð. Barnsley bætti við tveimur mörkum. Annað skoraði Conor Chaplin og um miðbik seinni hálfleiks varð Yoann Barbet fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Barnsley er með sjö stig eftir leikinn eins og QPR.

Fimm leikjum mun ljúka eftir um hálftíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner