Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. október 2022 09:56
Elvar Geir Magnússon
Ástralska landsliðið vekur athygli á mannréttindabrotum í Katar
Ástralía að fagna sæti á HM í Katar.
Ástralía að fagna sæti á HM í Katar.
Mynd: EPA
Ástralska landsliðið hefur sent frá sér myndbandsyfirlýsingu þar sem mannréttindabrotum í Katar er mótmælt. Sextán leikmenn koma við sögu í myndbandinu en Ástralía verður meðal þátttökulanda á HM í Katar sem hefst í næsta mánuði.

Lýst er yfir áhyggjum af þjáningum farandverkamanna í Katar og að samkvæmt reglum landsins megi LGBTI+ fólk ekki 'elska þann einstakling sem það velur'.

Það eru algild gildi sem ættu að skilgreina fótboltagildi eins og virðingu, reisn, traust og hugrekki. Þegar við erum fulltrúar þjóðar okkar, leitumst við að því að staðfesta þessi gildi,“ sögðu leikmennirnir.

„Það eru gildi í heiminum sem ættu að skilgreina fótboltaleg gildi, eins og virðing, reisn, traust og hugrekki. Þegar við spilum fyrir þjóð okkar viljum við halda þessum gildum á lofti," segja leikmennirnir meðal annars.

HM fer af stað 20. nóvember og er Ástralía í riðli með Frakklandi, Danmörku og Túnis.


Athugasemdir
banner
banner
banner