Keflavík hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net áhuga á því að fá Anton Kralj í sínar raðir. Kralj lék með Vestra á síðasta tímabili og hefur verið orðaður við áframhaldandi veru hér á Íslandi.
Hann sagði í viðtali við sænskan fjölmiðil á dögunum að hann vildi helst spila í Svíþjóð en það væri áhugi á honum hér á Íslandi.
Hann sagði í viðtali við sænskan fjölmiðil á dögunum að hann vildi helst spila í Svíþjóð en það væri áhugi á honum hér á Íslandi.
Keflavík komst upp í Bestu deildina í gengum Lengjudeildarumspilið síðasta sumar. Kralj skoraði eitt mark í 24 leikjum í Bestu deildinni og hjálpaði Vestra að verða bikarmeistari á síðasta tímabili.
Kralj er 27 ára og hafði spilað með Gefle, Sandefjord, Degerfors, Hammarby og Sundsvall áður en hann samdi við Vestra. Hann lék á sínum tíma 35 leiki fyrir yngri landslið Svíþjóðar.
Athugasemdir


