Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 28. febrúar 2020 10:56
Elvar Geir Magnússon
Valencia aflýsir fréttamannafundum vegna veirunnar
Spænska félagið Valencia hefur frestað öllum fundum og samkomum til að forðast það að leikmenn og starfslið smitist af kórónaveirunni.

Staðfest hafa verið tilfelli kórónaveirunnar í borginni.

Fréttamannafundum í kringum komandi leik liðsins um helgina í La Liga hefur verið aflýst. Valencia á að taka á móti Real Betis á morgun.

Þá hefur félagið ráðlagt stuðningsmönnum og starfsmönnum sem ferðuðust í Meistaradeildarleikinn gegn Atalanta um að gera hreinlætisráðstafanir.

Mörg íslensk félög eru með skipulagðar æfingaferðir til Spánar á næstu vikum.

Sjá einnig:
Kórónaveiran gæti haft mikil áhrif á íslensk félög - Menn uggandi yfir stöðunni
Athugasemdir
banner
banner
banner