Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 27. febrúar 2020 16:12
Elvar Geir Magnússon
Kórónaveiran gæti haft mikil áhrif á íslensk félög - Menn uggandi yfir stöðunni
Starfskonur á Keflavíkurflugvelli með grímur til að verjast mögulegu smiti.
Starfskonur á Keflavíkurflugvelli með grímur til að verjast mögulegu smiti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Æfingaferðir margra íslenskra félagsliða eru í hættu vegna kórónaveirunnar en daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli vegna veirunnar.

Fótbolti.net veit af félögum sem hafa áhyggjur af því að hætta þurfi við æfingaferðir en fjölmörg lið eru á leið til Spánar. Þá er óttast að heilu leikmannahóparnir gætu lent í sóttkví ef farið verður út.

Ómögulegt er að segja hvert framhaldið verður vegna veirunnar en hún er þegar farin að hafa gríðarleg áhrif á fótboltaheiminn. UEFA fylgist vel með þróun mála.

Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, er formaður ÍTF.

„Í mínu félagi eru menn uggandi yfir stöðunni. Það er ljóst að óvissan er mikil og verulega óþægileg í undirbúningi liðanna," segir Haraldur.

Málið hefur ekki verið rætt formlega innan ÍTF en fyrsti fundur nýrrar stjórnar er í næstu viku.

„Engin formleg umræða hefur því átt sér stað innan ÍTF. Svona mál verða hins vegar alltaf unnin í samræmi við tilmæli þar til gerðra yfirvalda."

Kórónaveiran gæti haft ýmis önnur áhrif á íslensk félög en þegar er komin umræða um hvaða áhrif hún gæti haft á komandi umspilsleiki íslenska landsliðsins.

Sjá einnig:
Gæti kórónaveiran haft áhrif á umspilsleiki Íslands?
Athugasemdir
banner
banner
banner