Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. mars 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Fyrrum leikmaður FH og Fylkis skoraði fyrir Færeyjar
Jón Rúnar Halldórsson, FH-ingur, og Sonni.
Jón Rúnar Halldórsson, FH-ingur, og Sonni.
Mynd: Aðsend
Færeyjar spiluðu við Austurríki á útivelli í kvöld í undankeppni HM 2022.

Frændur okkar frá Færeyjum gerðu sér lítið fyrir og komust yfir í leiknum á 19. mínútu.

Það var varnarmaður með mikla Íslandstengingu sem skoraði markið, hann Sonni Ragnar Nattestad. Sá hávaxni miðvörður spilaði hér á Íslandi fyrir nokkrum árum.

Hann kom til FH sumarið 2016 og spilaði einnig með Fylki það sumar í efstu deild. Hann er í dag leikmaður Dundalk í Írlandi.

Því miður fyrir Færeyinga þá dugði markið ekki því Austurríki kom til baka og vann leikinn 3-1.

Markið má sjá með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner