sun 28. mars 2021 08:20
Aksentije Milisic
Southgate vill sjá Mount og Rice stíga upp í fjarveru Henderson
Mount í baráttunni við Kára.
Mount í baráttunni við Kára.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, stjóri enska landsliðsins, ræddi við fjölmiðla í gær og þar sagði hann að Jordan Henderson, fyrirliði Englands, gæti misst af Evrópumótin í sumar.

Það verður tæpt með Henderson en Southgate segir að hann sé mjög ánægður með þá kosti sem hann hefur á miðjunni þó að Henderson verði ekki klár í slaginn.

Hann vill sjá Mason Mount og Declan Rice stíga upp í fjarveru Henderson en þeir eru báðir taldnir byrja leikinn á morgun gegn Albaníu í undankeppni HM 2022.

„Þeir spiluðu mjög vel gegn Íslandi. Þetta er augljóslega staða sem er aftar á vellinum. Mason spilar ekki þessa stöðu hjá félagsliði sínu en ég tel að hann geti leyst þetta vel, hann er gáfaður leikmaður," sagði Southgate.

„Jafnvægið milli Mount og Rice er mjög gott. James Ward-Prowse var góður gegn San Marino og Kalvin Phillips er að spila mjög vel."

„Þetta er staða á vellinum þar sem við höfum marga möguleika. Það hefur verið frábært að hafa Jude Bellingham með okkur. Við eru með mikla samkeppni í öllum stöðum."

Þá talaði hann einnig um Phil Foden og hversu vel Foden hefur staðið sig í vetur. Foden sagði það í viðtali að hann öfundi Southgate ekki að þurfa að velja liðið hjá Englandi. Hann hafi úr svo miklu að velja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner