Frank Lampard er besti leikmaður í sögu Chelsea að mati kjósenda Ranker.
Síðastliðinn mánuð hefur staðið yfir kosning á vefsíðunni Ranker um besta leikmann í sögu Chelsea.
Lampard er þar efstur og næstir koma Didier Drogba og Petr Cech. Eden Hazard er í fjórða sæti og John Terry í fimmta sæti.
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, kemst í topp 30. Hann er í 29. sæti listans þegar þessi frétt er skrifuð.
Eiður Smári spilaði með Chelsea frá 2000 til 2006. Hann er á undan Dennis Wise, Arjen Robben, Juan Mata, Bobby Tambling og Gianluca Vialli.
Athugasemdir