Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 28. apríl 2023 16:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Þetta er búið að vera algjört rugl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir skemmstu var leikstað aftur breytt fyrir viðureign FH og KR í 4. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var upphaflega skráður á Kaplakrikavöll og átti að fara fram í kvöld klukkan 18:00. Næsta breyting var að færa leikinn á Würth völlinn í Árbæ og átti hann að hefjast klukkan 14:00 á morgun.

Á síðasta klukkutímanum varð svo önnur breyting þar sem ákveðið var að spila leikinn á Miðvellinum (frjálsíþróttavellinum) í Kaplakrika. Leiktíminn er áfram 14:00 á morgun (laugardag).

Fótbolti.net náði tali af Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, rétt eftir að tíðindin um leikstaðinn bárust áðan. Hann var spurður hvernig þróun mála með leikstað horfðu við sér.

„Þetta er bara óþægileg staða að vera í vegna þess að við vitum ekki hvort við séum að fara spila á grasi eða gervigrasi, það hafa verið breytingar á plani. Það styttist svo í næsta leik (á eftir þessum). Þetta hafa verið erfiðir tveir dagar að undirbúa liðið. Vonandi er þetta að leysast eða er leyst."

„Þetta er búið að vera algjört rugl, bara pirrandi hvernig svona mál þróast. En við verðum að hlíta þeim ákvörðunum sem eru teknar. Þú ert einfaldlega að segja mér fréttir núna (að spilað verði á Miðvellinum)."

„Ef þetta verður á Miðvellinum þá er það eitthvað sem við vorum búnir að reikna með. Ég nenni ekki að vera tjá mig meira um þetta núna því miður."

„Það mikilvægasta er að leikurinn fari fram og að það sé góð lausn og það verði allir sáttir við hana. Það er búið að vera óþægilegt að vita ekki með meiri fyrirvara hvar við erum að fara spila,"
sagði Rúnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner