Daði Snær er fæddur árið 1998 og uppalinn Haukari. Hann hefur spilað fyrir Hafnarfjarðarfélagið allan sinn feril fyrir utan nokkra leiki með venslafélaginu í KÁ. Alls hefur hann spilað 155 KSÍ-leiki og skorað í þeim 46 mörk.
Daði á þá að baki þrjá leiki fyrir U17 landsliðið en hann er lykilmaður fyrir Hauka. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Daði á þá að baki þrjá leiki fyrir U17 landsliðið en hann er lykilmaður fyrir Hauka. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Daði Snær Ingason
Gælunafn: Snæsi
Aldur: 27 á árinu
Hjúskaparstaða: í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: 2015 gegn Gróttu, man ekkert eftir leiknum nema það að ég kom inn á fyrir okkar helsta tónlistarmann Háska
Uppáhalds drykkur: Coke Zero
Uppáhalds matsölustaður: Tokyo Sushi verður oftast fyrir valinu
Uppáhalds tölvuleikur: Fifa verður að vera fyrir valinu þessa stundina
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders
Uppáhalds tónlistarmaður: Hlusta mest á Kanye West
Uppáhalds hlaðvarp: Steve Dagskrá eru mínir menn
Uppáhalds samfélagsmiðill: Það er TikTok eins og staðan er núna
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Er mikill googlari, fer beinustu leið þangað
Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi Krull tekur þetta
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Pontunin tin fra Happy Hydrate er tilbuin. Tu getur sott hana a N1 Laekjargotu Hafnarfirdi med tvi ad syna starfsfolki QR koda:
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: FH
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Óskar Örn
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Luka Kostic
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Máni Mar á æfingum, held ég hafi aldrei náð boltanum af manninum
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Henry og Fabregas
Sætasti sigurinn: Ekki mikið af sætum sigrum en ef ég ætti að velja eitthvað þá væri það á móti KF 2023 uppá hvort við fengum frí yfir verslunarmanna helgi eða að þurfa að mæta á æfingu
Mestu vonbrigðin: Þegar Haukar féllu niðrí 2. Deild
Uppáhalds lið í enska: Arsenal
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri mjög gaman að hafa spilað með Gylfa Sig
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Magnús Ingi
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Guðjón Pétur
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Berghildur Björt Egilsdóttir
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Lionel Messi að sjálfsögðu
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Ekkert spjald fyrir að rífa sig úr að ofan, leyfa smá passion
Uppáhalds staður á Íslandi: Hafnarfjörðurinn
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég fór niður á hnén og skallaði boltann af marklínunni í markið á 90 mínútu á móti Njarðvík 2019, tók gítar fagnið á leiðinni til baka með 10 vel reiða Njarðvíkurmenn hlaupandi á móti mér
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekki neina
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: horfði mikið á NBA en núna er það bara sem er í sjónvarpinu, hvort sem það er körfubolti eða handbolti
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ætli það hafi ekki verið Jarðfræði eða eitthvað svoleiðis
Vandræðalegasta augnablik: Viðtal eftir u-17 landsleik, það var alveg hræðileg upplifun
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: myndi bjóða Guðjón Pétri, Ævari Daða og Fannari Óla í mat og láta þá taka pylsu kappát, yrði mjög hörð keppni
Bestur/best í klefanum og af hverju: Ævar Daði, hann er bara svo skemmtilega ruglaður
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Óliver Þorkels, Hallur Húni og Heiðar Máni saman í Gettu Betur liði, það væri mjög gott comedy og eflaust yrði ekki einni spurningu svarað rétt
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er með ofnæmi fyrir Makríl og engu öðru
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Óliver Þorkels, vissi ekki að það væri hægt að vera svona ruglaður
Hverju laugstu síðast: Að Guðjón Pétur væri fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun er líklega það leiðinlegasta
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Bukayo Saka hvernig það er að vera besti leikmaður í heimi
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Sjáumst á Ásvöllum í sumar. Áfram Haukar!
Athugasemdir