Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
banner
banner
þriðjudagur 29. apríl
Besta-deild kvenna
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
mánudagur 28. apríl
Championship
Leeds 4 - 0 Bristol City
Frauen
Wolfsburg W 2 - 1 Hoffenheim W
Serie A
Verona 0 - 2 Cagliari
Lazio 2 - 2 Parma
Udinese 0 - 0 Bologna
mán 28.apr 2025 17:30 Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Magazine image

Spá þjálfara í 2. deild: 7. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Haukum er spáð sjöunda sætinu.

Haukar fagna marki í fyrra.
Haukar fagna marki í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ian Jeffs, þjálfari Hauka.
Ian Jeffs, þjálfari Hauka.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Guðjón Pétur er lykilmaður fyrir Hauka.
Guðjón Pétur er lykilmaður fyrir Hauka.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Daði Snær er skemmtilegur leikmaður.
Daði Snær er skemmtilegur leikmaður.
Mynd/Hulda Margrét
Óliver Þorkelsson kom til Hauka frá Selfossi.
Óliver Þorkelsson kom til Hauka frá Selfossi.
Mynd/Haukar
Það er högg fyrir Hauka að missa Frosta Brynjólfs.
Það er högg fyrir Hauka að missa Frosta Brynjólfs.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Hvað gera Haukarnir í sumar?
Hvað gera Haukarnir í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7. Haukar, 66 stig
8. Þróttur V., 60 stig
9. Ægir, 56 stig
10. KFG, 39 stig
11. Víðir, 33 stig
12. Kormákur/Hvöt, 16 stig

7. Haukar
Haukaliðið hefur fest sig í sessi í 2. deild og hafa verið þar alveg frá árinu 2020. Þetta er sjötta tímabilið í röð þar sem liðið leikur í 2. deild. Og það sem meira er, þá hafa Haukar aldrei endað ofar en í fimmta sæti frá árinu 2020. Það gerðist á fyrsta tímabilinu eftir falla og eftir það endaði liðið til að mynda tvisvar í níunda sæti. Í fyrra sæti var niðurstaðan sjötta sæti en þeir voru aldrei mjög líklegir til þess að fara upp og blönduðu sér ekki í þá baráttu af krafti. Þetta hefur einfaldlega ekki verið nægilega gott á Ásvöllum síðustu árin en það hlýtur að vera kominn tími á það að liðið blandi sér í alvöru baráttu um að fara upp. Sá hlýtur metnaðurinn að vera. En þjálfarar í deildinni hafa ekki mikla trú á Haukaliðinu fyrir sumarið.

Þjálfarinn: Enski Íslendingurinn Ian Jeffs er að fara inn í sitt annað tímabil sem þjálfari Hauka en hann stýrði liðinu í sjötta sætið í fyrra. Dusan Ivkovic og Stefán Logi Magnússon eru honum áfram til aðstoðar, eins og í fyrra. Jeffsy tók við liði Þróttar haustið 2021 og kom liðinu síðan upp í Lengjudeildina ári síðar. Hann er með reynslu af því að koma liðum upp úr þessari deild. Hann hætti með Þrótt eftir að hafa haldið liðinu upp í Lengjudeildinni. Áður þjálfaði hann bæði meistaraflokk karla- og kvenna hjá ÍBV ásamt því að vera aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Annað sumarið með Haukum og verður fróðlegt að sjá hvort liðið taki skref fram á við.

Stóra spurningin: Er þetta árið?
Maður bíður bara eftir því að Haukar rífi sig upp og komi sér aftur upp í Lengjudeildina. Þetta stórt félag með svona stórt hverfi á bak við sig á ekki að vera svona mörg ár í 2. deild. Síðustu ár á Ásvöllum hafa í raun verið eintóm vonbrigði. Úrslitin hafa ekki verið góð og áhuginn á liðinu ekki mikill. Það breyttist ekkert rosalega mikið í fyrra en það er spurning hvort þetta sé árið þar sem úrslitin detta og áhuginn kemur með. Er þetta árið þar sem Haukar fara í alvöru baráttu um að komast upp?

Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í 2. deild karla.

Lykilmenn: Guðjón Pétur Lýðsson og Daði Snær Ingason
Guðjón Pétur þarf varla að kynna fyrir lesendum. Hann er margfaldur Íslandsmeistari og hann vann einnig sænsku úrvalsdeildina með Helsingborg. Hann hefur spilað yfir 200 leiki í efstu deild og er gríðarlega mikilvægur fyrir Hauka. Daði Snær er uppalinn Haukamaður sem hefur lengi verið hluti af þessu liði. Hann var mjög öflugur í fyrra og þar að halda uppteknum hætti í sumar. Skemmtilegur leikmaður sem kryddar sóknarleik Hauka mikið.

Gaman að fylgjast með: Óliver Þorkelsson
Óliver er ungur og efnilegur kantmaður sem kom til Hauka í vetur frá Hamar. Hann var í liði ársins í 4 deildinni í fyrra þar sem hann skoraði 8 mörk í 16 leikjum. Hann hefur komið sterkur inn á undirbúningstímabilinu og hefur skorað þrjú mörk í sjö leikjum

Komnir:
Alexander Aron Tómasson frá Hvíta riddaranum
Bjarki Viðar Björnsson frá Augnabliki
Daníel Smári Sigurðsson frá Vængjum Júpiters
Eiríkur Örn Beck frá Breiðabliki
Haukur Darri Pálsson frá Þrótti V.
Heiðar Máni Hermannsson frá FH
Kostiantyn Iaroshenko frá Þrótti R.
Óliver Þorkelsson frá Selfossi
Sveinn Óli Guðnason frá Þrótti R.
Tómas Atli Björgvinsson frá KFA

Farnir:
Djordje Biberdzic í KFG
Ernest Slupski til Þýskalands
Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson í Kára
Frosti Brynjólfsson í Selfoss
Gunnar Darri Bergvinsson í Magna
Magnús Kristófer Anderson í KÁ
Oliver James Kelaart Torres til Ástralíu
Ólafur Darri Sigurjónsson í Reyni S.
Robert Radic til Austurríkis

Þjálfarinn segir - Ian Jeffs
„Spáin kemur mér ekki á óvart. Haukar hafa endað um miðja deild síðustu 4–5 árin, svo þessi spá er í samræmi við það. Markmiðið okkar fyrir tímabilið er að bæta árangurinn frá því í fyrra. Sumarið leggst vel í mig og liðið. Við erum búnir að æfa mjög vel og höfum bætt okkur sem lið. Það hafa orðið margar breytingar á leikmannahópnum og mikil samkeppni er fyrir komandi tímabil. Ungu Hauka-leikmennirnir hafa tekið framförum á undirbúningstímabilinu og fengið tækifæri til að æfa og spila með aðalliðinu. Það er ljóst að hvorki þjálfarateymið né leikmenn munu sætta sig við 7. sæti á þessu tímabili."

Fyrstu þrír leikir Hauka:
3. maí, Dalvík/Reynir - Haukar (Dalvíkurvöllur)
9. maí, Haukar - Víðir (BIRTU völlurinn)
16. maí, KFG - Haukar (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir