
Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Norrköping töpuðu sjötta leik sínum í röð í sænsku úrvalsdeildinni er liðið beið lægri hlut fyrir Brommapojkarna, 1-0, í dag.
Norrköping byrjaði tímabilið frábærlega og vann tvo af fyrstu þremur leikjunum.
Eftir það hefur leiðin legið niður á við. Diljá var í byrjunarliðinu en var skipt af velli á 61. mínútu.
Norrköping er í 9. sæti deildarinnar með 7 stig en það er önnur staða hjá Guðrúnu Arnardóttir og Rosengård.
Liðið vann 2-1 sigur á Örebro í dag og spilaði Guðrún allan leikinn en Rosengård hefur unnið fimm og gert tvö jafntefli í síðustu sjö leikjum sínum.
Rosengård er í 6. sæti með 18 stig.
Athugasemdir