Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Átti að koma þrennu að og stóðst áskorunina - „Valhalla Vision Gumma Emils frammistaða"
Lengjudeildin
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sáttur með sig.
Sáttur með sig.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnar Daníel Aðalsteinsson var maður leiksins þegar Grótta lagði Leikni í 4. umferð Lengjudeildarinnar um helgina. Hann var reyndar aðeins meira en bara maður leiksins, hann var valinn besti leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net. Hann var líka í liði umferðarinnar í 3. umferð.

Arnar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum en svaraði fyrir það með því að setja boltann tvisvar sinnum í mark andstæðinganna. Ekki á hverjum degi sem miðvörður skorar tvö mörk, og hvað þá þrjú í sama leiknum.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  3 Leiknir R.

Viðtalið við Arnar eftir leikinn var ansi skrautlegt. Það er hefð hjá Gróttumönnum að ná inn nokkrum orðum í viðtalinu, undirritaður grunar að Addi bomba, Arnar Þór Helgason, sé eitthvað á bakvið það. Arnar Daníel stóðst áskorunina.

„Það var ljúft að fá þrjá punkta, skemmir ekki fyrir að hafa sett tvö mörk og það verður bara stuð á dansgólfinu í kvöld," sagði miðvörðurinn öflugi.

„Þetta voru eiginlega þrjú með sjálfsmarkinu. Ég tek hinum tveimur með glöðu geði. Þetta var svona Valhalla Vision Gumma Emils frammistaða hjá okkur, ég get ekki kvartað," sagði Arnar Daníel.

Áskorunin var að koma eftirfarandi að í viðtalinu: Dansgólf, Gummi Emil og Valhalla Vision. Guðmundur Emil er einkaþjálfari sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hvað Valhalla Vision er getur undirritaður ekki útskýrt nákvæmlega en það er frasi sem Gummi Emil hefur talsvert notað. Viðtalið má nálgast hér að neðan.

Arnar Daníel er tvítugur miðvörður sem gekk í raðir Gróttu fyrir tímabilið 2022. Fyrsta tímabilið var hann á láni frá Breiðabliki en gekk alfarið í raðir Gróttu fyrir tímabilið 2023. Hann á að baki sjö leiki fyrir U19 landsliðið og var í æfingahópi U21 í vetur.
Arnar Daníel: Það toppar þetta ekkert
Athugasemdir
banner
banner
banner