Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 26. maí 2024 18:13
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 4. umferðar - Skoraði tvívegis í rétt mark og einu sinni í rangt
Lengjudeildin
Arnar Daníel Aðalsteinsson er leikmaður umferðarinnar.
Arnar Daníel Aðalsteinsson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fjölnismenn unnu Þrótt í Egilshöllinni.
Fjölnismenn unnu Þrótt í Egilshöllinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Helgi Björnsson.
Rúnar Helgi Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fjórðu umferð Lengjudeildarinnar lauk í dag en það eru Njarðvík og Fjölnir sem eru í efstu sætum, með tíu stig hvort lið.

Mesta fjörið var á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi þar sem Grótta vann Leikni 4-3 í æsispennandi leik í gær. Tareq Shihab stýrði spili Gróttu á miðsvæðinu og er í liði umferðarinnar.

Leikmaður umferðarinnar:
Arnar Daníel Aðalsteinsson - Grótta
Í liði umferðarinnar í þrjú af fjórum skiptum í upphafi tímabils. Þessi tvítugi varnarmaður Gróttu skoraði sjálfsmark gegn Leikni snemma leiks en svaraði með því að skora tvívegis í rétt mark og hjálpa Gróttuliðinu að sækja öll stigin þrjú.



Njarðvíkingar misstu af sínum fyrstu stigum í dag þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við ÍBV í rokleik. Besti maður vallarins var Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkinga sem kom í veg fyrir að Eyjamenn færu heim með öll stigin.

Þróttur er á botni deildarinnar með aðeins eitt stig en liðið tapaði 3-1 gegn Fjölni á fimmtudag. Axel Freyr Harðarson var skeinuhættur í sóknaraðgerðum Fjölnis og skoraði eitt af mörkum liðsins. Fyrirliðinn Guðmundur Karl Guðmundsson komst einnig á blað. Úlfur Arnar Jökulsson hjá Fjölni er þjálfari umferðarinnar.

Þór og Keflavík gerðu 1-1 jafntefli á Akureyri. Senegalinn Mamadou Diaw ar ansi líflegur í leiknum og skoraði mark Keflavíkur. Árni Elvar Árnason jafnaði með glæsilegu marki fyrir Þór.

Dalvík/Reynir á tvo fulltrúa í úrvalsliðinu eftir að hafa gert 1-1 jafntefli gegn ÍR í nýliðaslag í Breiðholti. Rúnar Helgi Björnsson var traustur í varnarlínu Dalvíkinga en Amin Guerrero skoraði mark gestaliðsins.

Þá á Grindavík tvo fulltrúa aftir að hafa farið í Mosfellsbæ og náð í stig með 1-1 jafntefli. Einar Karl Ingvarsson átti góðan leik og stoðsendingu. Hinn efnilegi Christian Bjarmi Alexandersson, fæddur 2007, er einnig í liðinu.

Fyrri úrvalslið:
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 7 5 2 0 14 - 7 +7 17
2.    Njarðvík 7 5 1 1 16 - 6 +10 16
3.    Afturelding 7 3 2 2 11 - 13 -2 11
4.    ÍBV 7 2 4 1 13 - 10 +3 10
5.    Grótta 7 2 4 1 11 - 12 -1 10
6.    Keflavík 7 2 3 2 12 - 6 +6 9
7.    Grindavík 6 1 4 1 11 - 11 0 7
8.    Dalvík/Reynir 7 1 4 2 9 - 11 -2 7
9.    Þór 6 1 3 2 8 - 11 -3 6
10.    ÍR 7 1 3 3 6 - 14 -8 6
11.    Þróttur R. 7 1 2 4 11 - 12 -1 5
12.    Leiknir R. 7 1 0 6 7 - 16 -9 3
Athugasemdir
banner