Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 09:20
Elvar Geir Magnússon
Man Utd íhugar að halda Ten Hag - Chelsea býður Maresca fimm ára samning
Powerade
Stjóramálin hjá Manchester United eru mikið til umræðu.
Stjóramálin hjá Manchester United eru mikið til umræðu.
Mynd: EPA
Maresca er fyrrum aðstoðarstjóri Manchester City.
Maresca er fyrrum aðstoðarstjóri Manchester City.
Mynd: Getty Images
Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Desire Doue (til vinstri).
Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Desire Doue (til vinstri).
Mynd: EPA
Liverpool og Chelsea hafa áhuga á Summerville.
Liverpool og Chelsea hafa áhuga á Summerville.
Mynd: Getty Images
Hvað er að frétta af stjóramálum Manchester United? Newcastle og Liverpool vilja fá enskan markvörð og PSG er á eftir stóru nafni í ensku úrvalsdeildinni. Hér er slúðurpakki dagsins.

Manchester United hefur rætt við Roberto De Zerbi, fyrrverandi stjóra Brighton, um möguleikann á að taka við af Erik ten Hag sem stjóri á Old Trafford. (Guardian)

United íhugar að halda Ten Hag í stjórastólnum. (Manchester Evening News)

Kieran McKenna, stjóri Ipswich, ætlar að skrifa undir nýjan langtímasamning þrátt fyrir áhuga frá Chelsea, Manchester United og Brighton. (Athletic)

Chelsea er komið að samningaborðinu með Enzo Maresca, stjóra Leicester, og er tilbúið að bjóða honum fimm ára samning. (Guardian)

Leicester gæti reynt við Carlos Corberan, stjóra West Brom, ef Enzo Maresca tekur við Chelsea. (TalkSport)

Paris St-Germain er tilbúið að berjast við Manchester City og Arsenal um Bruno Guimaraes (26), miðvallarleikmann Newcastle og Brasilíu, sem gæti kostað um 100 milljónir punda. (Goal)

Enski miðjumaðurinn Adam Lallana (36) er í viðræðum um að snúa aftur til Southampton á frjálsri sölu þegar samningur hans við Brighton rennur út í næsta mánuði. (Telegraph)

Everton mun fara fram á 80 milljónir punda fyrir Jarrad Branthwaite (21) en Manchester United vonast til að geta fengið enska varnarmanninn á 60 milljónir punda. (Star)

Miðjumaðurinn Desire Doue (18) hjá Rennes er undir smásjám Arsenal og Manchester United. (Mirror)

Chelsea hyggst keppa við Newcastle um enska varnarmanninn Tosin Adarabioyo (26) sem verður laus umboðsmaður þegar samningur hans við Fulham rennur út í næsta mánuði. (The i)

Southampton mun reyna að fá enska kantmanninn Flynn Downes (25) og skoska kantmanninn Ryan Fraser (30) alfarið til félagsins eftir vel heppnaða lánstíma. (Daily Echo)

Newcastle er að íhuga að gera 20 milljóna punda tilboð í James Trafford (21), markvörð Burnley. (Mail)

Liverpool vill líka fá Trafford þar sem írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher (25) vill fara í félag þar sem hann verður aðalmarkvörður. (Football Insider)

Manchester United býst við að brasilíski miðjumaðurinn Casemiro (32) gangi til liðs við félag í Sádi-Arabíu í sumar og er tilbúið að selja hann með gríðarlegu tapi. (Football Insider)

Aston Villa hefur engan áhuga á að fá Clement Lenglet (28) miðvörð Barcelona aftur. Frakkinn hefur nýlokið lánstíma á Villa Park. (Mundo Deportivo)

Liverpool og Chelsea eru meðal úrvalsdeildarfélaga sem hafa áhuga á hollenska sóknarleikmanninum Crysencio Summerville (22) hjá Leeds United. Leeds mistókst að komast upp. (Mirror)

John Textor, meðeigandi Crystal Palace, er að hækka tilboð sitt í Everton. Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarhópsins 777 Partners á Everton eru ekki líkleg til að ganga eftir. (Sky Sports)

Antonio Conte, sem er líklega að taka við Napoli, vill fá Romelu Lukaku (31) framherja Chelsea til að fylla skarð Victor Osimhen (25) ef nígeríski framherjinn fer í enska boltann. (Corriere Della Sera)

Championship félagið Norwich City vill fá danska vinstri bakvörðinn Martin Frese (26) en samningur hans við Nordsjælland er að renna út. (Bold)

AC Milan hefur áhuga á brasilíska hægri bakverðinum Emerson Royal (25) hjá Tottenham. (Gianluca di Marzio)

Xavi Simons (21) miðjumaður Paris St-Germain og Hollands vill ganga til liðs við Barcelona en meðal félaga sem hafa áhuga á honum eru Leipzig, Bayern München, Chelsea, Manchester United og Newcastle. (Mundo Deportivo)

Real Madrid er tilbúið að bjóða meira en 25 milljónir punda í Leny Yoro (18) miðvörð Lille sem hefur einnig verið orðaður við Paris St-Germain og Liverpoool. (Foot Mercato)

Hansi Flick, fyrrverandi stjóri Bayern München og Þýskalands, mun á morgun skrifa undir tveggja ára samning um að verða stjóri Barcelona. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner