Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 28. júní 2019 09:27
Elvar Geir Magnússon
Dugarry: Langar að æla vegna De Ligt
De Ligt í landsleik með Hollandi.
De Ligt í landsleik með Hollandi.
Mynd: Getty Images
Christophe Dugarry, fyrrum heimsmeistari með Frakklandi, er kominn með nóg af endalausum fréttaflutningi af mögulegum félagaskiptum Matthijs de Ligt, miðvarðar Ajax.

Hollenski varnarmaðurinn virtist á leið til Paris Saint-Germain sem bauð talsvert betur en Barcelona.

En nú virðist Juventus í bílstjórasætinu en ítalska félagið er tilbúið að vera með riftunarákvæði í samningnum, eitthvað sem er ekki leyfilegt í Frakklandi.

En Dugarry gagnrýnir aðferðir þessa 19 ára leikmanns og að áherslan sé of mikil á fjárhagslegan ávinning.

„Hvað er hann að pæla? Hvað er í gangi í höfðinu á honum? 12, 13, 14 eða 15 milljónir evra? Hverju breytir þetta? Þú getur átt einum bíl meira, 50 fermetra stærri íbúð, 10 metrum meira fyrir bátinn þinn," segir Dugarry.

„Það er bara verið að hugsa um peninga. Ég vil æla þegar ég hugsa út í þetta. De Ligt er frábær en með svona hugarfari stendur þetta ekki yfir lengi. Það getur ekki verið."

„Ég er þreyttur á þessum nýja fótboltaheimi. Hann er ekki búinn að skrifa undir við nýtt félag en er þegar farinn að hugsa út í það hvernig hann mun yfirgefa það."
Athugasemdir
banner
banner