Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   fim 28. júlí 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Samkomulag sem ætti ekki að vera leyfilegt?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net greindi frá því að varnarmaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson mætti ekki spila með Fram gegn Stjörnunni í næstu viku.

Brynjar kom nýlega til Fram frá Stjörnunni og félögin gerðu samkomulag sín á milli um að hann myndi ekki leika gegn Garðabæjarliðinu.

Lucas Arnold, enskur sérfræðingur um íslenska boltann, segir að svona samkomulag sé ófaglegt og ætti að vera bannað í íslensku deildinni. Þetta sé góður tímapunktur til að taka umræðuna.

Stefán Pálsson, stuðningsmaður Fram, er sammála honum.

„Í mínum huga eru svona samningar eiginlega ekkert annað en svindl og brot á reglum. Hugsum okkur ef upp kæmist að fjársterkt lið í deildinni borgaði mótherjum fyrir að hvíla sína bestu menn. Engum þætti slíkt samkomulag eðlilegt og líklega yrði báðum félögum refsað. - Það er samt enginn eðlismunur á slíku og þessu hér, þar sem Fram og Stjarnan gera viðskiptasamning sín á milli og hluti af því samkomulagi er að Fram stilli fram veikara liði gegn Stjörnunni en öllum öðrum félögum," skrifar Stefán á Facebook síðu sína.

Í ummælakerfinu hjá honum taka nokkrir til máls, þar á meðal Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari og iþróttalýsandi.

„Algerlega hárrétt hjá þér. Þriðja skrefið væri svo að borga öðrum fyrir að tapa. Svona samningar ættu ekki að leyfast," segir Sigurbjörn.


Athugasemdir