Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. júlí 2022 11:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samkomulag um að Brynjar Gauti spili ekki gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í næstu viku mætast Fram og Stjarnan í fimmtándu umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn fer fram á nýja heimavelli Fram í Úlfarsárdal.

Í upphafi mánaðar fékk Fram Brynjar Gauta Guðjónsson frá Stjörnunni og hefur miðvörðurinn komið virkilega öflugur inn í lið Fram og hjálpað til við að binda vörn liðsins saman. Brynjar skrifaði undir samning við Fram sem gildir út tímabilið 2024.

Hann hafði ekki fengið margar mínútur hjá Stjörnunni en kom beint inn í liðið hjá Fram sem hefur fengið sjö stig úr leikjunum þremur sem Brynjar hefur spilað.

Hann mun þó ekki spila á móti Stjörnunni. Félögin gerðu samkomulag sín á milli þegar Brynjar Gauti skipti yfir að hann myndi ekki spila á móti sínu gamla liði. Þetta hefur Fótbolti.net fengið staðfest.

Leikurinn fer fram miðvikudaginn 3. ágúst og ljóst að Fram þarf að tefla fram öðrum leikmanni í stað Brynjars í hjarta varnarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner