Troy Deeney sérfræðingur BBC velur úrvalslið hverrar umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal og Liverpool gerðu jafntefli í stórleik helgarinnar en Manchester City notaði tækifærið og landaði þremur stigum með 1-0 sigri gegn Southampton.
Markvörður: Dean Henderson (Crystal Palace) - Palace var eitt af fáum liðum sem hélt hreinu um helgina. 1-0 sigur gegn Tottenham.
Varnarmaður: Rúben Dias (Manchester City) - Portúgalski varnarmaðurinn var yfirvegaður og ákveðinn í sigri City.
Vængbakvörður: Thomas Partey (Arsenal) - Spilaði óvanalega stöðu sem hægri bakvörður gegn Liverpool og skilaði því með mikilli prýði. Sannur liðsmaður.
Miðjumaður: Ryan Yates (Nottingham Forest) - Sýndi mikla vinnusemi að vanda, skoraði mark og var sífellt til vandræða fyrir varnarmenn Leicester í 3-1 sigri Forest.
Miðjumaður: Edson Alvarez (West Ham) - Öflugur á miðju West Ham sem vann dýrmætan sigur gegn Manchester United. Sigur sem liðið þurfti á að halda.
Stjórinn: Mikel Arteta (Arsenal) - Undir mikilli pressu og án lykilmanna náði hann stigi af Liverpool.
Athugasemdir