Eins og búast mátti við hefur Rodri verið valinn besti leikmaður ársins og fær að verðlaunum Ballon d'Or Gullboltann.
Rodri átti stórkostlegt tímabil í fyrra þar sem hann var gríðarlega mikilvægur fyrir Manchester City og spænska landsliðið. Hann var Englandsmeistari með City og Evrópumeistari með spænska landsliðinu.
Hann er gríðarlega mikilvægur báðum liðum og því gríðarlegt áfall að hann er á meiðslalistanum en hann mætti á athöfnina í dag á hækjum.
Hann vann Vinicius Junior, leikmann Real Madrid og brasilíska landsliðsins í baráttunni um Gullboltann en enginn frá Real Madrid er á athöfninni þar sem það kom í ljós fyrr í dag að Rodri myndi hreppa verðlaunin.
HERE IS THE 2024 BALLON D'OR RANKING! #ballondor @ChampionsLeague pic.twitter.com/3aPyAe5yAr
— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024