Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 28. október 2024 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Vinicius sýna vanvirðingu
Vinicius Junior.
Vinicius Junior.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinicius Junior er ekki par sáttur með að vinna ekki Ballon d'Or verðlaunin í kvöld.

Ballon d'Or verðlaunin eru veitt besta fótboltamanni í heimi ár hvert.

Það var talið mjög líklegt síðustu daga að Vinicius myndi vinna verðlaunin þetta árið þar sem hann var hluti af liði Real Madrid sem vann bæði Meistaradeildina og spænsku úrvalsdeildina. En það er Rodri sem mun vinna verðlaunin.

Rodri var besti leikmaður Englandsmeistaraliðs Man City og besti leikmaður Evrópumeistara Spánar.

Eftir að Vinicius komst að því að hann myndi ekki vinna verðlaunin þá ákvað hann að mæta ekki. Kollegar hans hjá Real Madrid ákváðu að styðja hann og ætla ekki heldur að mæta.

Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague, sem er með milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum X, segir Vinicius sýna af sér vanvirðingu með hegðun sinni.

„Ok, Vini... þú vannst ekki en þú ættir að sýna sigurvegaranum virðingu með því að mæta," skrifar Balague.

Florentin Perez, forseti Real Madrid, er sagður brjálaður yfir niðurstöðunni en hann aflýsti flugi sínu til Parísar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner