Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fim 28. nóvember 2024 12:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stór jólapakki á leið í Mosfellsbæ?
Jökull og Axel Óskar.
Jökull og Axel Óskar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er útlit fyrir að Andréssynir, Axel Óskar og Jökull, muni ganga í raðir Aftureldingu.

En það eru fleiri orðaðir við félagið við þessa dagana eins og slúðrað var um í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Eyþór Aron Wöhler, sem rifti samningi sínum við KR, er sterklega orðaður við Aftureldingu. Einnig sást hann fyrir utan Framheimilið í Úlfarsárdal en þar var hann víst að taka upp tónlistarmyndband.

Þá er Þórður Gunnar Hafþórsson, leikmaður Fylkis, líka orðaður við Aftureldingu, hann er þar á blaði. Hann er öflugur kantmaður sem hefur svolítið verið að glíma við meiðsli.

Afturelding er greinilega ekki að fara upp í Bestu deildina bara til að vera með, liðið ætlar sér að gera góða hluti.

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Athugasemdir
banner
banner
banner