Axel Óskar Andrésson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net búinn að skrifa undir samning við Aftureldingu.
Hann kemur frá KR þar sem hann spilaði á síðasta tímabili en eftir það var samningi hans rift.
Hann kemur frá KR þar sem hann spilaði á síðasta tímabili en eftir það var samningi hans rift.
Axel Óskar er uppalinn hjá Aftureldingu, lék með liðinu tímabilið 2014 en fór þá, ungur að árum, til Reading og var erlendis í atvinnumennsku þar til hann sneri aftur til Íslands snemma á þessu ári.
Axel Óskar er 26 ára miðvörður sem lék með Viking, Riga og Örebro sem atvinnumaður og á að baki tvo A-landsleiki og yfir 40 leiki fyrir yngri landsliðin.
Afturelding komst í haust upp í Bestu deildina, efstu deild, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Yngri bróðir Axels, Jökull, er sterklega orðaður við áframhaldandi veru í Mosfellsbæ en hann lék með liðinu á láni frá Reading seinni hluta tímabilsins.
Athugasemdir