Það er þétt leikið í ensku úrvalsdeildinni um hátíðarnar og hér er annað úrvalslið þessarar viku. Troy Deeney, sérfræðingur BBC, er búinn að velja liðið eftir 18. umferðina.
Markvörður: Matz Sels (Nottingham Forest) - Hefur verið góður allt tímabilið en er núna byrjaður að fá það lof sem hann á skilið. Hélt hreinu í 1-0 sigri gegn Tottenham.
Varnarmaður: Aaron Wan-Bissaka (West Ham) - Traustur varnarlega og mjög sprækur sóknarlega þegar West Ham vann 1-0 útisigur gegn Southampton.
Varnarmaður: Pervis Estupinan (Brighton) - Flottur í liði Brighton sem gerði 0-0 jafntefli gegn Brentford.
Miðjumaður: Curtis Jones (Liverpool) - Hljóp, tæklaði og skoraði í 3-1 sigri toppliðs Liverpool gegn Leicester.
Miðjumaður: Joelinton (Newcastle) - Skoraði í 3-0 sigri gegn Aston Villa. Keyptur sem sóknarmaður en hefur verið magnaður sem miðjumaður.
Sóknarmaður: Matheus Cunha (Wolves) - Tvisvar í úrvalsliðinu í sömu vikunni! Ef þú skorar beint úr horni þá kemstu í lið vikunnar. Þó það sé gegn slöku liði Manchester United.
Sóknarmaður: Alexander Isak (Newcastle) - Þriðju umferðina í röð er Isak í liðinu. Skoraði gegn Villa. Arsenal verður meistari ef félagið kaupir hann!
Athugasemdir