Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 29. mars 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Hatrammir keppinautar teknir saman inn í Frægðarhöllina
Mynd: Premier League
Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger hafa verið teknir inn í Frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar, Premier League Hall of Fame. Þeir voru gríðarlegir keppinautar á sínum tíma og háðu mörg frægar orrustur.

Ferguson er 81 árs og er sigursælasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, með þrettán titla. Ferguson stýrði Manchester United 1986-2013.

Wenger vann þrjá Englandsmeistaratitla á þeim 22 árum sem hann stýrði Arsenal. Frakkinn leiddi hið ósigrandi lið Arsenal til sögufrægs meistaratitils 2004. Wenger er 73 ára og er fyrsti erlendi stjórinn sem var ráðinn í deildina.

Frægðarhöllin var sett á laggirnar 2021 en David Beckham, Dennis Bergkamp, Eric Cantona, Thierry Henry, Roy Keane, Frank Lampard, Steven Gerrard of Alan Shearer voru teknir fyrstir inn.

Á síðasta ári bættust Sergio Aguero, Didier Drogba, Vincent Kompany, Wayne Rooney, Peter Schmeichel, Paul Scholes, Patrick Vieira og Ian Wright í hópinn.

„Að vera tekinn inn með Sir Alex er mér mikill heiður. Þetta eru eins og tveir boxarar sem berjast eins og óðir menn og fara vegferðina saman. Í lok dags er mikil virðing til staðar og góð tækifæri til að deila saman vínflösku og rifja upp góðar minningar frá bardögum okkar," segir Wenger.
Athugasemdir
banner
banner
banner